Engan sakaði þegar B-17 sprengjuflugvél frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar, svokallað Fljúgandi virki, hrapaði til jarðar í Illinois, aðeins um 20 mínútum eftir flugtak.
Eldur kviknaði í vélinni en allir sjö í áhöfn vélarinnar sluppu ómeiddir, sem og áhorfendur.
Yfirvöld segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt um vélarbilun og hann hafi í framhaldinu ákveðið að nauðlenda vélinni. Sjónarvottar segja að það hafi kviknað í vélinni, sem flaug mjög lágt, áður en hún brotlenti.
Bandaríkjaher notaði B-17 sprengjuvélar þegar þeir gerðu árásir á þýsk hernaðarskotmörk á tímum seinna stríðs.
Þessi vél hefur hins vegar verið notuð sem sýningarvél í miðvesturríkjum Bandaríkjanna undanfarin ár. Fyrir 430 dali getur almenningur fengið útsýnisflug.