Ítalir virðast hafa hafnað því með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu að hafin verði framleiðsla á kjarnorku að nýju í landinu. Hefur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra, viðurkennt ósigur og segir hann ekki hægt að hunsa skýran vilja Ítala.
Stjórnvöld höfðu áformað að hefja framleiðslu á kjarnorku fyrir árið 2014 en þeim hafði verið frestað eftir kjarnorkuslysið í Fukushima í Japan. Hefur andstaðan almennings við kjarnorku aukist í kjölfar þess.
„Í kjölfar ákvörðunar ítölsku þjóðarinnar mun Ítalía líklega þurfa að kveðja kjarnorkuver. Við verðum að skuldbinda okkar endurnýjanlegri orku af krafti,“ sagði Berlusconi sem hafði hvatt stuðningsmenn sína til þess að kjósa ekki svo niðurstaðan yrði ekki bindandi.