Viðurkenna Líbíska þjóðarráðið

Uppreisnarmenn í Líbíu.
Uppreisnarmenn í Líbíu. Reuters

Þýsk stjórn­völd hafa viður­kennt op­in­ber­lega að upp­reisn­ar­menn­irn­ir í Líb­íu séu rétt­mæt yf­ir­völd í land­inu. Enn er bar­ist í land­inu og Múamm­ar Gaddafi Líb­íu­leiðtogi hef­ur ít­rekað að hann muni ekki víkja.

Guido Westerwelle, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands, átti fund með leiðtog­um upp­reisn­ar­manna í Beng­hazi í Líb­íu í dag. Þar viður­kenndi hann Líb­íska þjóðarráðið sem rétt­mæt­an full­trú­ar þjóðar­inn­ar.

„Við vilj­um að Líb­ía verði frjáls og að þar ríki friður og lýðræði verði í há­veg­um haft án Gaddafis,“ sagði Westerwelle. 

Þjóðverj­ar eru 13 þjóðin sem viður­kenn­ir Líb­íska þjóðarráðið með þess­um hætti. Þeir fylgja í fót­spor Ástr­ala, Breta, Frakka, Gamb­íu, Ítal­íu, Jórdan­íu, Möltu, Kat­ar, Seneg­el, Spán­ar, Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­anna og Banda­ríkj­anna.

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands.
Guido Westerwelle, ut­an­rík­is­ráðherra Þýska­lands. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert