Viðurkenna Líbíska þjóðarráðið

Uppreisnarmenn í Líbíu.
Uppreisnarmenn í Líbíu. Reuters

Þýsk stjórnvöld hafa viðurkennt opinberlega að uppreisnarmennirnir í Líbíu séu réttmæt yfirvöld í landinu. Enn er barist í landinu og Múammar Gaddafi Líbíuleiðtogi hefur ítrekað að hann muni ekki víkja.

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands, átti fund með leiðtogum uppreisnarmanna í Benghazi í Líbíu í dag. Þar viðurkenndi hann Líbíska þjóðarráðið sem réttmætan fulltrúar þjóðarinnar.

„Við viljum að Líbía verði frjáls og að þar ríki friður og lýðræði verði í hávegum haft án Gaddafis,“ sagði Westerwelle. 

Þjóðverjar eru 13 þjóðin sem viðurkennir Líbíska þjóðarráðið með þessum hætti. Þeir fylgja í fótspor Ástrala, Breta, Frakka, Gambíu, Ítalíu, Jórdaníu, Möltu, Katar, Senegel, Spánar, Sameinuðu arabísku furstadæmanna og Bandaríkjanna.

Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands.
Guido Westerwelle, utanríkisráðherra Þýskalands. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert