Gagnrýndu Obama en ekki hvorn annan

Frambjóðendur í forvali bandarískra repúblikana fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári mættust í fyrstu kappræðunum í gær í Manchester í New Hampshire en forðuðust hins vegar að gagnrýna hvorn annan heldur beindu alfarið spjótum sínum að Barack Obama, Bandaríkjaforseta.

Sjö frambjóðendur tóku þátt í kappræðunum en fleiri kunna að eiga eftir að lýsa yfir þátttöku í forvalinu. Þeir sem tóku þátt voru Rick Santorum fyrrum ríkisstjóri Pennsylvaniu, Michelle Bachmann fulltrúadeildarþingmaður frá Minnisota, Newt Gingrich fyrrum forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Mitt Romney fyrrum ríkisstjóri Massachusetts, Ron Paul fulltrúadeildarþingmaður frá Texas, Tim Pawlenty fyrrum ríkisstjóri Minnisota og Herman Cain fyrrum framkvæmdastjóri Godfather's Pizza.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert