Lést á meðan hann nauðgaði

Bandarískur karlmaður á sextugsaldri var úrskurðaður látinn á vettvangi nauðgunar á afskekktu heimili í útjaðri bæjarins Corpus Christie í Texas. Maðurinn réðst inn á heimili 77 ára konu og ógnaði henni með hníf. Hann kom fram vilja sínum en á meðan ofbeldinu stóð lognaðist hann út af og lést.

Samkvæmt því sem staðarfjölmiðlar greina frá hélt konan fyrst að hann hefði dáið áfengisdauða. Hún flýði af heimilinu og hringdi í dóttur sína eftir aðstoð.

Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum krufningar lést maðurinn úr hjartaáfalli. Talið er að hjólreiðaferð hans að heimili konunnar á heitum sumardegi hafi lagt grunninn að hjartaáfallinu.

Maðurinn var dæmdur fyrir barnaníð árið 1986 en var sleppt úr fangelsi fyrir þremur árum.

Ekki fylgir fréttum áðurnefndra miðla lýsing á líðan konunnar eftir lífsreynsluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert