Spáir hruni evrusamstarfsins

Þátttakandi í mótmælum gegn niðurskurði og spillingu í Grikklandi lemur …
Þátttakandi í mótmælum gegn niðurskurði og spillingu í Grikklandi lemur pott á Syntagma-torgi í Aþenu um helgina. reuters

Einn af þekkt­ustu hag­fræðing­um heims, Nouriel Rou­bini, seg­ir í grein í Fin­ancial Times í gær að mistek­ist hafi að leysa vand­ann vegna mis­mun­andi efna­hags­getu og sam­keppn­is­hæfni aðild­ar­ríkja evru­svæðis­ins. Að óbreyttu stefni nú í að að evru­sam­starfið leys­ist upp.

Rou­bini, sem er hag­fræðipró­fess­or í New York, er m.a. fræg­ur fyr­ir að hafa spáð rétt um fjár­málakrepp­una 2008. Í um­fjöll­un um grein hans í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir hann rætt um þrjár leiðir út úr evru­vand­an­um.

Í fyrsta lagi að láta gengi evr­unn­ar falla til að auka sam­keppn­is­hæfn­ina í jaðarríkj­un­um en harðlínu­stefna evr­ópska seðlabank­ans bendi ekki til að það sé raun­hæf leið. Í öðru lagi að auka fram­leiðni og halda laun­um niðri en það verði of sein­legt, hafi t.d. tekið Þjóðverja heil­an ára­tug. Loks sé nefnd verðhjöðnun en hún valdi sam­drætti. Arg­entínu­menn hafi reynt þessa aðferð í þrjú ár en loks gef­ist upp og hætt að borga af skuld­um sín­um.

„Ef við gef­um okk­ur því að þess­ar þrjár lausn­ir séu ólík­leg­ar er í raun aðeins eft­ir ein leið til að auka sam­keppn­is­hæfni og hag­vöxt í jaðarríkj­un­um: yf­ir­gefa evr­una, taka aft­ur upp þjóðar­gjald­miðil­inn og ná þannig fram geysi­mik­illi geng­is­fell­ingu, bæði á nafn­verði og í reynd,“ seg­ir Rou­bini.


Doktor Dómsdagur eða Nouriel Roubini
Doktor Dóms­dag­ur eða Nouriel Rou­bini
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert