Al-Zawahri arftaki bin Ladens

Einn nánasti samstarfsmaður hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Ladens um árabil, Ayman al-Zawahri, hefur tekið yfir leiðtogahlutverk hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í kjölfar þess að sá fyrrnefndi var drepinn í Pakistan af bandarískum sérsveitum í byrjun maí síðastliðins. Þetta kemur fram hjá Reuters-fréttaveitunni í dag.

Tilkynning um að al-Zawahri hafi tekið yfir sem leiðtogi al-Qaeda birtist á vefsíðu á vegum íslamista sem nefnist Ansar al-Mujahideen eða Fylgjendur hinna heilögu stríðsmanna. Talið var líklegast að hann yrði fyrir valinu sem eftirmaður bin Ladens en ekki er vitað hvar í heiminum hann heldur sig.

Al-Zawahri, sem er Egypti að uppruna, kynntist bin Laden í Afganistan á níunda áratug síðustu aldar þegar þeir börðust báðir með afgönskum skæruliðum gegn innrás Sovétríkjanna. 

Osama bin Laden og eftirmaður hans Ayman al-Zawahri.
Osama bin Laden og eftirmaður hans Ayman al-Zawahri. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert