Jarðskjálfti við Papúa

Jarðskjálfti að stærðinni 6,6 reið yfir utan strönd Papúa Nýju-Gín­eu í nótt. Eng­in flóðbylgju­viðvör­un var gef­in út en skjálft­inn telst nokkuð grunn­ur, á rúm­lega 20 kíló­metra dýpi.

Skjálft­inn á upp­tök sín 175 km aust­ur af Kandri­an og 577 km norðaust­ur af Port Mor­es­by. Þó svo að íbú­ar eyj­anna hafi vel fundið fyr­ir hon­um er ekki talið lík­legt að skemmd­ir verði mikl­ar, eða hvað þá mann­fall.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert