Jarðskjálfti að stærðinni 6,6 reið yfir utan strönd Papúa Nýju-Gíneu í nótt. Engin flóðbylgjuviðvörun var gefin út en skjálftinn telst nokkuð grunnur, á rúmlega 20 kílómetra dýpi.
Skjálftinn á upptök sín 175 km austur af Kandrian og 577 km norðaustur af Port Moresby. Þó svo að íbúar eyjanna hafi vel fundið fyrir honum er ekki talið líklegt að skemmdir verði miklar, eða hvað þá mannfall.