Strauss-Kahn sagðist njóta friðhelgi

Fyrrverandi framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Dominique Strauss-Kahn, bar fyrir sig diplómatískri friðhelgi er hann var handtekinn af lögreglunni í New York, án árangurs. Þetta er meðal þess sem kemur fram í upptöku af handtöku hans sem lögreglan í New York hefur birt.

Strauss-Kahn er ákærður fyrir frelsissviptingu og tilraun til nauðgunar. Hann var handtekinn um miðjan maí eftir að 32 ára þerna á hóteli sem hann hafði gist á sakaði hann um að hafa reynt að nauðga sér rétt áður en hann yfirgaf hótelið. Strauss-Kahn neitar öllum sakargiftum 

Samkvæmt upplýsingum Bloomberg er haft eftir upplýsingum frá saksóknaraembætti New York borgar að Strauss-Kahn hafi sagst vera reiðubúinn til þess að tala við lögregluna en hann hafi fengið þau fyrirmæli frá lögmanni sínum að þegja.

Á vef New York Times kemur fram að eftir að Strauss-Kahn var handjárnaður þá hafi hann óskað eftir því að ræða við einhvern hjá franska sendiráðinu. Þegar ljóst var að hann myndi ekki fara með flugvélinni sem hann ætlaði með til Frakklands þá óskaði Strauss-Kahn eftir því að fá að hringja og láta vita af því að hann kæmist ekki á fund sem hann ætti að mæta á daginn eftir.

New York Times birtir handritið í heild 

Dominique Strauss-Kahn fluttur á brott frá lögreglustöð í New York.
Dominique Strauss-Kahn fluttur á brott frá lögreglustöð í New York. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert