Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, sakaði í dag netið um að bera ábyrgð á efnahagsvanda landsins og hótaði að loka landamærum landsins á sama tíma og landið sekkur enn dýpra ofan í efnahagslægð. Þetta kom fram í máli forsetans á fundi með blaðamönnum.
Lúkasjenkó segir hins vegar að bati sé í nánd þótt hægt fari. Hann hét því að selja helstu eignir ríkisins til þess að bæta í sjóði ríkiskassans sem er tómur.
Hann sakaði blaðamenn um að bera mesta ábyrgð á því að skapa skelfingu meðal almennings og varaði við því að einhverjir fulltrúar slíkra fjölmiðla væru staddir á blaðamannafundinum í morgun.