Uppstokkun í grísku ríkisstjórninni

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou, hefur gert breytingar á ríkisstjórn sinni í þeirri von að það auðveldi honum að koma í gegn óvinsælum breytum í efnahagsmálum landsins líkt og Evrópusambandið hefur krafist af honum.

Evangelos Venizelos er nýr fjármálaráðherra Grikklands en hann var áður varnarmálaráðherra landsins. Hann tekur við af George Papaconstantinou sem tekur við umhverfisráðuneytinu.

Grikkir hafa mótmælt harðlega að undanförnu fyrirhuguðum niðurskurðaráæltunum stjórnvalda og hafa átök brotist út í höfuðborg landsins Aþenu.

Evangelos Venizelos
Evangelos Venizelos Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert