Börn sögð særð í árásum NATO

00:00
00:00

Líb­ísk yf­ir­völd segja að meðal særðra í loft­árás­um NATO séu fimm börn og tvö þeirra unga­börn.

Líb­ísk yf­ir­völd saka hin vest­rænu ríki um vís­vit­andi árás­ir á borg­ara þar sem eng­in hernaðarleg skot­mörk voru í námunda við árás­irn­ar. Þau leggja áherslu á að NATO hætti árás­um og leggi grunn að milli­ríkjaviðræðum í staðinn.

NATO seg­ist vera að skoða ásak­an­ir líb­ískra yf­ir­valda. Yf­ir­völd í Líb­íu segja fleiri borg­ara en börn­in hafa lát­ist í árás­un­um, þar á meðal heilu fjöl­skyld­urn­ar.

NATO hóf loftárásir á Líbíu til að þrýsta á Gaddafi …
NATO hóf loft­árás­ir á Líb­íu til að þrýsta á Gaddafi að segja af sér. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert