Börn sögð særð í árásum NATO

Líbísk yfirvöld segja að meðal særðra í loftárásum NATO séu fimm börn og tvö þeirra ungabörn.

Líbísk yfirvöld saka hin vestrænu ríki um vísvitandi árásir á borgara þar sem engin hernaðarleg skotmörk voru í námunda við árásirnar. Þau leggja áherslu á að NATO hætti árásum og leggi grunn að milliríkjaviðræðum í staðinn.

NATO segist vera að skoða ásakanir líbískra yfirvalda. Yfirvöld í Líbíu segja fleiri borgara en börnin hafa látist í árásunum, þar á meðal heilu fjölskyldurnar.

NATO hóf loftárásir á Líbíu til að þrýsta á Gaddafi …
NATO hóf loftárásir á Líbíu til að þrýsta á Gaddafi að segja af sér. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert