Fjölmenn mótmæli í Madríd

00:00
00:00

Tug­ir þúsunda tóku þátt í mót­mæl­um í Madríd, höfuðborg Spán­ar, í dag en mót­mæl­end­ur saka banka­menn og stjórn­mála­menn um að bera ábyrgð á efna­hagskrepp­unni sem hef­ur neytt Spán­verja til þess að taka á sig gríðarleg­an niður­skurð.

Mót­mæl­end­ur voru á öll­um aldri komu sam­an snemma í morg­un í út­hverf­um borg­ar­inn­ar og mætt­ust fylk­ing­arn­ar síðan í miðborg­inni fyr­ir utan spænska þing­húsið.

Mót­mæl­in á Spáni hóf­ust í Madríd þann 15. maí en al­menn­ing­ur í land­inu er ósátt­ur við hátt hlut­fall at­vinnu­leys­is og niður­skurð í rík­is­fjár­mál­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert