Fjölmenn mótmæli í Madríd

Tugir þúsunda tóku þátt í mótmælum í Madríd, höfuðborg Spánar, í dag en mótmælendur saka bankamenn og stjórnmálamenn um að bera ábyrgð á efnahagskreppunni sem hefur neytt Spánverja til þess að taka á sig gríðarlegan niðurskurð.

Mótmælendur voru á öllum aldri komu saman snemma í morgun í úthverfum borgarinnar og mættust fylkingarnar síðan í miðborginni fyrir utan spænska þinghúsið.

Mótmælin á Spáni hófust í Madríd þann 15. maí en almenningur í landinu er ósáttur við hátt hlutfall atvinnuleysis og niðurskurð í ríkisfjármálum.

Mótmæli voru skipulögð víða um Spán í dag en atvinnuleysi í landinu er eitt það mesta sem þekkist í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert