Svíar rannsaka þvinguð hjónabönd

Sænska ríkisstjórnin ætlar nú að rannsaka fjárhæðir í þvinguðum hjónaböndum.
Sænska ríkisstjórnin ætlar nú að rannsaka fjárhæðir í þvinguðum hjónaböndum. Reuters

Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að rannsaka fjárhæðir í þvinguðum eða fyrirfram ákveðnum hjónaböndum í Svíþjóð. Þetta kemur fram á vef Dagens nyheter í dag.

Í viðtali við jafnréttisráðherrann Nyamko Sabuni kemur fram að því hærri fjárhæð sem greidd er fyrir unga brúði því meiri þvingun verður stúlkan fyrir í uppeldi sínu og því erfiðara verður fyrir hana að skilja ef hún myndi vilja það.

Í Svíþjóð hafa svokölluð heiðursmorð verið mikið í fréttum undanfarið eftir að gamalt morðmál var tekið upp í hæstarétti að nýju. Abbas Rezai var myrt í nóvember 2005 og ungur maður viðurkenndi verknaðinn. Nú hefur hann hins vegar dregið frásögn sína til baka og kennir foreldrum sínum um.

Nyamko Sabuni segir að ríkisstjórnin hafi reynt að berjast gegn heiðursmorðum á þremur sviðum, með upplýsingagjöf, lagasetningu og vernd fyrir fórnarlömbin.

10.000 lögreglumenn hafa verið fræddir um heiðursofbeldi en einnig fólk sem sinnir félagslegri aðstoð eða kemur að skólamálum. Þá hefur ungt fólk fengið fræðslu um réttindi sín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert