Árás NATO kostar 15 lífið

Stjórnvöld í Líbíu segja að fimmtán almennir borgarar, þar af þrjú börn, hafi týnt líif í árás Atlantshafsbandalagsins (NATO) á byggingu vestur af höfuðborg landsins, Trípolí.

Í gær sagðist NATO bera ábyrgð á því að óbreyttir borgarar létu lífið í sprengjuárás í Tripoli  í gærmorgun.  Sagði bandalagið að svo virtist sem flugskeyti hafi misst marks vegna tæknibilunar. 

Fréttamaður BBC sem er í Trípolí fór með embættismönnum á staðinn og segir að byggingin hafi verið jöfnuð við jörðu. NATO er að kanna hvort ásakanir stjórnvalda séu réttar, samkvæmt frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert