Foreldrarnir hafa áhrif á neyslu

Áfengisdrykkja foreldra hefur meiri áhrif á unglina en áður hefur …
Áfengisdrykkja foreldra hefur meiri áhrif á unglina en áður hefur verið talið. mbl.is/Eggert

Niðurstöður könnunar framkvæmd af Ipsos Mori stofnuninni í London sem var gerð á meðal 5.700 barna á aldrinum 13 til 16 ára benda til þess að hegðun foreldra sé stærsti áhrifavaldur um hvort að börn neyta reglulega áfengis eða ekki.

Einn fimmti þátttakenda í könnuninni höfðu neytt áfengis undir 14 ára aldri.

Þegar þau höfðu náð 16 ára aldri hafði helmingur þátttakenda neytt áfengis.

Börn eru tvöfalt líklegri til þess að neyta áfengis ef þeir hafa séð foreldra sína drukkna og ekki skiptir máli hvort um fá eða mörg tilfelli sé að ræða.  

Lítið eftirlit foreldra á börnum sínum er einnig mjög stór áhrifavaldur á tíðni unglingadrykkju samkvæmt Joseph Rowntree stofnuninni. 

Talið er að því meiri tími sem unglingar verja með vinum sínum því meiri eru líkurnar á unglingadrykkju.  Líkurnar á því að unglingar drekki of mikið tvöfaldast ef þau verja meira en tveim kvöldum á viku með vinum sínum. 

Rannsóknin bendir til þess að mati Claire Turner verkefnastjóra Joseph Rowntree Foundation að hegðun foreldra hafi meiri áhrif á hegðun unglinga sinna en áður hefur verið talið. 

Sjá nánar frétt á heimasíðu The Siasat Daily.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert