Talsmenn NATO segja að loftárásir hafi verið gerðar á byggingu í vesturhluta Trípólí, höfuðborg Líbíu, sem sé stjórnstöð fyrir hersveitir líbískra yfirvalda. NATO segir að um löglegt skotmark sé að ræða. Líbískir embættismenn segja að 15 saklausir borgarar hafi falli í árásinni, þ.á.m. þrjú börn.
Húsnæðið er í eigu Khweildy al-Hamidy, sem er náinn samtarfsmaður Múammars Gaddafis Líbíuleiðtoga. Hann sakaði ekki í árásinni, að því er fram kemur á vef BBC.
Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins, sem er á staðnum, segia að aðalbyggingin hafi verið jöfnuð við jörðu.
Talsmenn NATO staðfesta það að þeir hafi gert árás í nágrenni Sorman, sem er úthverfi Trípólí. Þeir segja í yfirlýsingu að í byggingunni sé að finna stjórnstöð þaðan sem árásir á saklaust fólk hafi verið skipulagðar.