Þriðja árið í röð þéna spænskar kvikmyndir meira í erlendum kvikmyndahúsum heldur en þær gera heima á Spáni. Samtök spænskra kvikmyndaframleiðenda (Fapae) greina frá þessu og eiga tölurnar við árið 2010.
Samtals þénuðu kvikmyndirnar um 90 milljónir evra á erlendum mörkuðum, en 80,3 milljónir evra á Spáni.
Alls var 91 spænsk kvikmynd sett í dreifingu á heimsvísu í fyrra. Það er 7% aukning á milli ára.