10.000 hermenn kallaðir heim

Obama ásamt Ban Ki-moon.
Obama ásamt Ban Ki-moon. Reuters

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, mun „að öllum líkindum“ senda 10.000 hermenn heim frá Afganistan fyrir árslok að sögn heimildarmanns AFP-fréttastofunnar innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Helmingur þeirra verður kallaður heim í sumar og seinni helmingurinn fyrir lok ársins. Aðrir 20.000 hermenn, sem voru hluti af liðsauka sem Obama hafði sent áður til Afganistan, verða kallaðir heim fyrir árslok 2012.

Obama sendi 30.000 hermenn til Afganistan í desember árið 2009 til að styðja við bakið á stjórnvöldum þar í stríðinu. 

Að sögn bandaríska varnarmálaráðuneytisins eru nú 99.000 bandarískir hermenn í Afganistan og 47.000 frá bandamönnum þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert