Danska ríkisstjórnin vill vísa öllum útlendum afbrotamönnum úr landi, án tillits til eðlis afbrota þeirra eða lengdar dóma. Þetta kemur fram í tillögu Søren Pind samþættingarráðherra sem danska þingið fjallar um þessa dagana.
Einu undantekningarnar frá reglunni eiga að vera ef brottvísun brýtur „örugglega“ í bága við alþjóðlega samninga, þá verður brottvísunin skilyrt, að því er dagblaðið Information greinir frá. Blaðið segir að tillagan njóti stuðnings meirihluta þingmanna.