Maria Gomes Valentim, sem var elsta kona heims, lést í dag á sjúkrahúsi í Brasilíu. Hún var 114 ára gömul.
Valentim hefur þakkað langlífi sitt því að hún hafi alla tíð neytt hollrar fæðu.
Hún var lögð inn á sjúkrahús síðast liðinn sunnudag vegna lungnabólgu. Hún lést vegna sýkingar sem hún fékk samkvæmt fréttaveitunni Globo G1.