Þriðjungur landsbyggðaríbúa Bretlands neyðist til að fækka fjölskylduheimsóknum ef rekstur bifreiða heldur áfram að hækka samkvæmt upplýsingum nýrrar könnunar sem gerð var á meðal ökumanna í Bretlandi.
48% aðspurðra sögðust búin að fækka ferðum vegna mikils kostnaðar en 86% dreifbýlisökumanna sögðu að mjög erfitt yrði að nota bílinn minna samanborið við 69% borgarbúa.
Íbúar á landsbyggðinni eru tvöfalt háðari bílum sínum heldur en borgarbúar eða 80% á móti 44% samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.
Dreifbýlisökumenn hafa færri samgönguúrræði eins og strætisvagna eða lestir og þurfa að fara lengri vegalengdir í tengslum við vinnu sína. Aðeins 30% þeirra telja að næsta strætisvagnastöð eða lestarstöð sé nægilega nálægt en aðeins 3% borgarbúa býr við það vandamál.
Aðalástæður fyrir auknum rekstrarkostnaði ökumanna er hærra olíuverð og hækkandi tryggingargjöld.
Adrian Tink einn þeirra sem framkvæmdi könnunina sagði að aðstæður dreifbýlisökumanna séu mjög erfiðar því að þeir hafa lítið annað val en að nota bíla sína. Nauðsynlegum þáttum daglegs lífs eins og að heimsækja fjölskyldu og vini sem og að keyra börnin sín í tómstundir er ógnað og það lítur út fyrir að það muni versna með tímanum.
„Breskir ökumenn krefjast aðgerða stjórnvalda. Bretar borga hæstu tolla og olíuskatta í Evrópu“ segir Adrian.
Niðurstöður könnunarinnar sýndu einnig að 92% manna telja að gæði og ástand þjóðvega hafi farið minnkandi á síðustu 12 mánuðum og 78% sögðu að hraðbrautir væru einnig að versna.
Sjá frétt á The Guardian.