Þjóðaratkvæði um evruna á ís?

Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen.
Forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen. Reuters

Ekki er við hæfi að halda á ný þjóðaratkvæði um evruna í Danmörku í ljósi vaxandi andstöðu á meðal Dana við hana samkvæmt skoðanakönnunum. Þetta hefur franska dagblaðinu Les Echos eftir forsætisráðherra Danmerkur, Lars Løkke Rasmussen, í gær.

Danir hafa tvisvar hafnað því að skipta dönsku krónunni út fyrir evruna í þjóðaratkvæði. Fyrst þegar þeir höfnuðu Maastricht-sáttmála Evrópusambandsins 1992 og síðan aftur í sérstakri kosningu um evruna árið 2000.

Dönsk stjórnvöld hafa stefnt að því undanfarin ár að halda nýtt þjóðaratkvæði um upptöku evrunnar í Danmörku en nú virðist sem þau áform hafi verið sett á ís í ljósi vaxandi andstöðu við þau á meðal danskra kjósenda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert