Tökin hert í Grikklandi

Mótmælandi hrópar að lögreglumönnum í Grikklandi. Mikil mótmæli voru gegn …
Mótmælandi hrópar að lögreglumönnum í Grikklandi. Mikil mótmæli voru gegn niðurskurðaráformum grískra stjórnvalda í nótt. Reuters

Gríska ríkisstjórnin, sem nýtur endurnýjaðrar traustsyfirlýsingar þingsins, tók málin föstum tökum þegar í morgun. Þá var hafist handa við aðgerðir samkvæmt kröfum ESB og AGS um niðurskurð ríkisútgjalda. Aðgerðunum er ætlað að forða evruríkjum frá miklum skuldavanda.

Í aðgerðunum felst m.a. einkavæðingaráætlun sem á að skila 50 milljörðum evra. Grískur almenningur er mjög efins og óttasleginn vegna aðgerðanna sem mæta harðri andstöðu. 

Einkavæðingaráformin voru kynnt í febrúar. Frestun á að koma þeim í framkvæmd þýðir að grísk stjórnvöld verða að selja eignir á tíu daga fresti út þetta ár.

Stærstu verkalýðsfélög Grikklands stefna að því að fara í tveggja sólarhringa allsherjarverkfall þegar nýju niðurskurðaráætlanirnar verða lagðar fyrir þingið til samþykktar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert