Samkomulag í höfn um aðhaldsaðgerðir Grikkja

Reuters

Grísk stjórn­völd hafa fengið samþykki full­trúa Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins á nýrri fimm ára áætl­un um aðhaldsaðgerðir sem eru for­senda þess að Grikk­land fái frek­ari fjár­hagsaðstoð. Frá þessu er greint á frétt­asíðu Reu­ters frétta­veit­unn­ar í kvöld.

Fram kem­ur í frétt­inni að enn sé þó eft­ir að ganga frá fá­ein­um tækni­leg­um aðriðum en að þeirri vinnu yrði lokið á morg­un. Aðgerðirn­ar snúa að frek­ari skatta­hækk­un­um, niður­skurði og einka­væðingu á rík­is­eign­um.

Gríska þingið mun greiða at­kvæði um aðgerðirn­ar þann 28. júní næst­kom­andi en stjórn­ar­andstaðan í Grikklandi hef­ur til þessa lagst ein­dregið gegn þeim.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert