Samkomulag í höfn um aðhaldsaðgerðir Grikkja

Reuters

Grísk stjórnvöld hafa fengið samþykki fulltrúa Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á nýrri fimm ára áætlun um aðhaldsaðgerðir sem eru forsenda þess að Grikkland fái frekari fjárhagsaðstoð. Frá þessu er greint á fréttasíðu Reuters fréttaveitunnar í kvöld.

Fram kemur í fréttinni að enn sé þó eftir að ganga frá fáeinum tæknilegum aðriðum en að þeirri vinnu yrði lokið á morgun. Aðgerðirnar snúa að frekari skattahækkunum, niðurskurði og einkavæðingu á ríkiseignum.

Gríska þingið mun greiða atkvæði um aðgerðirnar þann 28. júní næstkomandi en stjórnarandstaðan í Grikklandi hefur til þessa lagst eindregið gegn þeim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka