Flóð í miðvesturríkjunum

00:00
00:00

Þúsund­ir manna þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín eft­ir flóð í Norður-Dakota og öðrum hlut­um miðvest­ur­ríkja Banda­ríkj­anna. 

Trjátopp­ar og húsþök voru það eina sem stóð upp úr flóðvatn­inu í Bis­mark í Norður-Dakota. Úrhell­is­rign­ing­ar ollu því að Mis­souri áin flæddi yfir bakka sína. Þúsund­ir íbúa þurftu að yf­ir­gefa heim­ili sín. 

Íbúar í Michigan notuðu dæl­ur til að veita vatni út úr hús­um sín­um. Ofs­arign­ing­ar urðu til þess að Huron vatn flæddi yfir bakka sína og inn í mörg út­hverfi Detroit borg­ar. Bú­ist er við áfram­hald­andi rign­ingu næstu daga.


mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert