Flóð í miðvesturríkjunum

Þúsundir manna þurftu að yfirgefa heimili sín eftir flóð í Norður-Dakota og öðrum hlutum miðvesturríkja Bandaríkjanna. 

Trjátoppar og húsþök voru það eina sem stóð upp úr flóðvatninu í Bismark í Norður-Dakota. Úrhellisrigningar ollu því að Missouri áin flæddi yfir bakka sína. Þúsundir íbúa þurftu að yfirgefa heimili sín. 

Íbúar í Michigan notuðu dælur til að veita vatni út úr húsum sínum. Ofsarigningar urðu til þess að Huron vatn flæddi yfir bakka sína og inn í mörg úthverfi Detroit borgar. Búist er við áframhaldandi rigningu næstu daga.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert