Obama: Ekki hægt að skera endalaust niður

00:00
00:00

Barack Obama, for­seti Banda­ríkj­anna, sagði í viku­legu ávarpi sínu í dag að hann muni starfa náið með Banda­ríkjaþingi að því að finna lausn á skulda­vanda lands­ins. Obama bend­ir hins veg­ar á að það sé ekki enda­laust hægt að skera niður.

Viðræður þing­manna um skulda­vanda Banda­ríkj­anna runnu út í sand­inn fyrr í vik­unni, en re­públi­kan­ar eru al­gjör­lega mót­falln­ir öll­um hug­mynd­um um skatt­hækk­an­ir.

„Þrátt fyr­ir að okk­ur hafi tek­ist að snúa þjóðarskút­unni í rétta átt á und­an­förn­um árum, þá eiga marg­ir Banda­ríkja­menn enn um sárt að binda. Nú er komið að því að byggja upp hér heim. Það hef­ur verið mik­il umræða um það hvar eigi að fjár­festa og hvar eigi að skera nður, og ég mun starfa með þing­mönn­um í báðum flokk­um að því að lækka fjár­laga­hall­ann og skuld­irn­ar. En við get­um ein­fald­lega ekki skorið niður þar til vel­meg­un næst,“ sagði Obama. 

Bú­ist er við því að Obama muni ræða við leiðtoga þing­flokk­anna á mánu­dag. 

Þing­menn hafa unnið að því að kom­ast að sam­komu­lagi til að lækka og breyta skuldaviðmiði rík­is­ins.

Banda­ríska fjár­málaráðuneytið seg­ir að fjár­hirsl­urn­ar muni tæm­ast þegar skuld­ir verða gerðar upp þann 2. ág­úst nk. og geti þingið ekki hækkað skuldaþakið, sem nú stend­ur í 14,3 bill­jón­um dala.

Sér­fræðing­ar segja að greiðslu­fall muni leiða til hruns á mörkuðum víðsveg­ar um heim. Auk þess sem hætt sé á nýrri kreppu í Banda­ríkj­un­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka