Kínverjar styðja evruna og ESB

Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína. Reuters

For­sæt­is­ráðherra Kína, Wen Jia­bao, sagði í dag að hann væri „enn sann­færður“ um að Evr­ópu­sam­bandið myndi yf­ir­stíga efna­hagserfiðleik­ana sem það glím­ir við. Hann sagði enn­frem­ur að Kín­verj­ar myndu halda áfram að fjár­festa á skulda­bréfa­markaði sam­bands­ins um langa framtíð. Frétta­veit­an Reu­ters grein­ir frá þessu í dag.

Wen lét þessi um­mæli falla á blaðamanna­fundi með for­sæt­is­ráðherra Ung­verja­lands, Vikt­or Or­ban, en hann er nú stadd­ur þar í landi í op­in­berri heim­sókn. „Ég hef trú á efna­hagsþróun Evr­ópu­sam­bands­ins,“ sagði Wen og bætti við að í framtíðinni líkt og til þessa myndi Kína styðja sam­bandið og evr­una.

Fram kem­ur í frétt Reu­ters að eign­ir Kín­verja bundn­ar í evr­um nemi yfir 3 trilljón­um doll­ara og þeir leggi því gríðarlega áherslu á að reyna að tryggja að verðmæti þeirra minnki ekki. Haft er eft­ir sér­fræðing­um að Kín­verj­ar muni þó lík­lega verja aðeins tak­mörkuðum fjár­mun­um í að kaupa upp evr­ópsk skulda­bréf í því skyni að róa markaði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert