Mannréttindafrömuði sleppt

00:00
00:00

Stjórn­völd í Kína hafa sleppt kín­verska mann­rétt­inda­frömuðinum Hu Jia að sögn eig­in­konu hans, Zeng Jingy­an. Hún seg­ir að Hu, sem er 37 ára gam­all, sé nú með fjöl­skyldu sinni í Pek­ing.

Hann sat í fang­elsi í þrjú og hálft ár fyr­ir und­ir­róður. Afplán­un­inni átti að ljúka á morg­un.

Hu hef­ur verið mjög gagn­rýn­inn á kín­versk stjórn­völd og vakið at­hygli um­heims­ins á mann­rétt­inda­brot­um í heima­land­inu. Hann hef­ur lengi bar­ist fyr­ir ýms­um mál­um, m.a. um­hverf­is­mál­um, mann­rétt­ind­um, trúfrelsi og rétt­ind­um  HIV-smitaðra ein­stak­linga.  

Ákvörðunin kem­ur í kjöl­far heim­sókn­ar Wen Jia­bao, for­sæt­is­ráðherra Kína, til Evr­ópu. Þá var kín­verska lista­mann­in­um Ai Weiwei sleppt úr haldi sl. miðviku­dag.


Lögreglumenn lokuðu vegi sem liggur að heimili Hu Jia í …
Lög­reglu­menn lokuðu vegi sem ligg­ur að heim­ili Hu Jia í Pek­ing áður en hon­um var sleppt í kvöld. Reu­ters
Hu Jia ásamt eiginkonu sinni og barni.
Hu Jia ásamt eig­in­konu sinni og barni. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert