Fari Grikkir í greiðslufall mun Evrópa spjara sig

Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands.
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands. Reuters

Fjár­málaráðherra Þýska­lands seg­ir að aðild­ar­ríki evru­svæðins búi sig nú und­ir það versta í tengsl­um við skulda­vanda Grikkja. Wolfang Schäu­ble seg­ir að aðild­ar­rík­in muni spjara sig tak­ist grísk­um stjórn­völd­um ekki að af­stýra greiðslu­falli.

Þetta kem­ur fram í viðtali sem er birt í Bild am Sonntag í dag. 

Schäu­ble seg­ir að hann hafi átt von á því, líkt og aðrir starfs­bræður hans í Evr­ópu, að gríska þingið myndi samþykkja aðahaldsaðgerðir stjórn­valda í vik­unni, þrátt fyr­ir mikla and­stöðu og fjöl­menn mót­mæli heima­fyr­ir.

Hefði at­kvæðagreiðslan farið á ann­an veg þá hefðu önn­ur ríki spjarað sig.

„Við erum að gera allt sem í okk­ar valdi stend­ur til að koma í veg fyr­ir að allt fari á versta veg í Evr­ópu, en á sama tíma erum við bún­ir und­ir það versta,“ sagði hann.

Schäu­ble seg­ir að menn hafi dregið þann lær­dóm af hrun­inu árin 2007 og 2008, þegar bank­ar hrundu um all­an heim í kjöl­far falls banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Lehm­an Brot­h­ers, að efna­hags­lífið á heimsvísu geti náð sér eft­ir áfall. 

„Fari hlut­irn­ir á ann­an veg en menn hafa gert ráð fyr­ir þá er það að sjálfs­sögðu mikð áfall. Jafn­vel árið 2008, þá gat heims­byggðin gripið til aðgerða til að tak­ast á við óút­reikn­an­legt neyðarástand á fjár­mála­mörkuðum á heimsvísu með skipu­lögðum og sam­hæfðum aðgerðum,“ seg­ir þýski fjár­málaráðherr­ann.  

Hann viður­kenn­ir að verg þjóðarfram­leiðsla í Þýskalandi, sem er stærsta hag­kerfi Evr­ópu, hafi fallið niður í 4,7% í kjöl­far ástands­ins. En hún hef­ur ekki verið lægri frá tím­um seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar. Hann tek­ur hins veg­ar fram að staðan hafi nú breyst til batnaðar og nýtt vaxt­ar­skeið sé hafið.

Schäu­ble varaði hins veg­ar grísk stjórn­völd við af­leiðing­um þess ef þau hefðu ekki samþykkt aðhaldsaðgerðirn­ar. Hefði það ekki verið gert þá hefði það haft meiri­hátt­ar áhrif á stöðuleik­ann á evru­svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert