Einungis 19% Þjóðverja bera traust til evrunnar samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem gerð var fyrir þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine. Á hinn bóginn hafa 71% annað hvort efasemdir um evruna, bera ekkert traust til hennar eða telja hana ekki eiga framtíð samkvæmt niðurstöðunum.
Þá höfðu 68% ekki trú á að björgunaraðgerðir vegna efnahagsvanda Grikklands myndu skila sér samkvæmt frétt breska dagblaðsins Daily Express. Fram kemur að samkvæmt niðurstöðum hliðstæðrar skoðanakönnunar sem birtar voru í síðustu viku hafi meira en helmingur aðspurðra viljað að Grikkjum yrði gert að yfirgefa evrusvæðið.