Kínverjar hafa svipt hulunni af nýrri háhraðalest sem getur náð um 300 km hraða. Margir hafa hins vegar efasemdir um að lestin, sem kostaði sem samsvarar 4.000 milljörðum kr., muni nokkurn tímann skila hagnaði.
Hún fór í sína jómfrúarferð í dag, en hún ók sem leið lá á milli Peking og Sjanghæ.
Lestin ber heitið Samhljómur, eða Harmony á ensku, og þykir smíði hennar marka nokkur tímamót. Nú mun t.a.m. taka helmingi styttri tíma að ferðast á milli Peking og Sjanghæ.
Margir eru hins vegar ósáttir við þann gríðarlega kostnað sem fór í smíði hennar. Menn eru því ekki samhljóma um Samhljóm. Telja margir að hún muni aldrei koma út í plús.
Lestin er hin glæsilegasta að innan og mun sæti í viðskipafarrými lestarinnar mun kosta rúmar 30.000 kr.
Blaðakonan Li Gaoyang segir að verðið sé of hátt fyrir venjulega farþega. Hún segir að lestin muni höfða frekar til kaupsýslumanna og annarra sem þurfa að ferðast vegna viðskipta.
Lestin verður tekin í almenna notkun síðar í þessari viku.