Rod Blagojevich, fyrrverandi ríkisstjóri Illinois, hefur verið dæmdur sekur um spillingu, en hann reyndi að selja öldungardeildarþingsæti Barack Obama. Þetta er í annað sinn sem alríkisdómstóll í Chicago dæmir í máli ríkisstjórans fyrrverandi.
Hann var fundinn sekur um 17 af 20 ákæruliðum um spillingu.
Hann var einnig fundinn sekur um að reyna að kúga fé út úr yfirmanni sjúkrahúss.
„Ég hef orðið fyrir miklum vonbrigðum,“ sagði hann við blaðamenn eftir að niðurstaðan lá fyrir.
Blagojevich, sem er demókrati, var handteinn í desember 2008. Í sama mánuði var honum vikið úr embætti. Hann hefur þegar verið dæmdur sekur um að segja lögreglunni ósatt við rannsókn málsins.
Hann á nú yfir höfði sér allt að 300 ára fangelsi.