Evrópusambandið með varaáætlun

Frá Aþenu í Grikklandi
Frá Aþenu í Grikklandi Reuters

Samþykki gríska þingið ekki frekari aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum síðar í vikunni eins og Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa sett sem skilyrði fyrir frekari fjárhagsaðstoð er sambandið með varaáætlun. Þetta kemur fram í frétt Reuters fréttaveitunnar í dag.

Forystumenn innan ESB hafa undanfarna daga hamrað á því að það væri engin varaáætlun til ef gríska þingið samþykkir ekki aðhaldsaðgerðirnar, en fái Grikkir ekki frekar fjárhagsaðstoð er talið að gríska ríkið lendi í greiðsluþroti.

Heimildarmenn sem Reuters fréttaveitan vitnar til segja að undanfarnar vikur hafi verið unnið að varaáætlun fyrir Grikkland til þess tryggja því það fjármagn sem það þurfi til þess að greiða af skuldum sínum og forða því þannig frá greiðsluþroti jafnvel þó aðhaldsaðgerðunum yrði hafnað. Ennfremur að tryggja að ástandið á Grikklandi breiddist ekki út til annarra evruríkja í vanda.

Hins vegar vildu heimildarmennirnir ekki greina frá því í smáatriðum út á hvað þessi varaáætlun gengi.

Frétt Reuters

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert