Franskir bankar aðstoði Grikki

Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti.
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. Reuters

Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, segir að franskir bankar muni aðstoða grísk stjórnvöld með því að veita þeim 30 ára frest til að greiða upp lán. Fram kemur í frönskum fjölmiðlum að bankarnir séu reiðubúnir að endurlána eða framlengja í um 70% lána, sem grísk stjórnvöld hafa tekið.

Breska ríkisútvarpið segir að ríkisstjórn Frakklands og bankastofnanir vinni nú að gerð slíkrar áætlunar. 

Grikkir bíða nú eftir að fá ný neyðarlán, sem eru talin nema um 120 milljörðum evra. Þeir eru hins vegar ekki búnir að nýta alla 110 milljarðana sem þeir fengu fyrst að láni.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert