Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag (International Criminal Court) gaf í dag út handtökuskipun á hendur Múammar Gaddafí leiðtoga Líbíu auk tveggja sona hans. Eru þeir sakaðir um glæpi gegn mannkyninu.
Þetta kom fram í máli dómarans Sanji Mmasenono Monageng í Haag í dag. 100 dagar eru liðnir frá því Atlantshafsbandalagið hóf árásir á Líbíu í þeirri von að koma einræðisherranum frá völdum. Illa hefur gengið að hafa hendur í hári Gaddafí og stýrir hann enn landinu.