Vill aðgerðir gegn Íslandi og Færeyjum án tafar

Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.
Richard Lochhead, sjávarútvegsráðherra Skotlands.

Sjávarútvegsráðherra Skotlands, Richard Lochhead, vill að Evrópusambandið beiti Íslendinga og Færeyinga án tafar refsiaðgerðum vegna makrílveiða þjóðanna tveggja.

Breska ríkisútvarpið BBC rifjar upp að í mars hafi Lochhead sagt að hann hefði fengið staðfestingu á því frá ESB að stutt væri í slíkar aðgerðir. Haft er eftir Lochhead á fréttasíðu þess í dag að bráðnauðsynlegt væri að grípa til aðgerða nú þegar makrílveiðitíminn væri hafinn.

„Þessar refsiaðgerðir þurfa að eiga sér stað samhliða áframhaldandi viðræðum um að komið verði á nýjum alþjóðlegum samningi um makrílstofninn,“ sagði Lochhead.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert