Stjórnvöld í Líbíu ættu að vera hluti af lausninni á ástandinu þar og handtaka Múammar Gaddafi. Þetta segir aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Handtökuskipun var gefin út hendur Gaddafi og syni hans í gær og er hann ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu.
„Innsti hringur Gaddafis er valkostur númer eitt. Þeir geta framfylgt handtökuskipununum. Þeir geta verið hluti af vandamálinu og verið sóttir til saka eða þeir geta verið hluti af lausninni með því að vinna saman með öðrum Líbíumönnum til að stöðva glæpina,“ sagði Luis Moreno-Ocampo, aðalsaksóknari, á blaðamannafundi í Haag í dag.
Sagði hann Líbíumenn bera höfuðábyrgð á því að koma böndum yfir Gaddafi. Þó að landið væri ekki aðili að dómstólnum væri það skuldbundið til þess að hlíta honum vegna aðildar sinnar að Sameinuðu þjóðunum.