Táragasi beitt í Aþenu

00:00
00:00

Átök hafa brot­ist út í Aþenu, höfuðborg Grikk­lands, þar sem fjöl­menni hef­ur komið sam­an til mót­mæla fyr­ir­huguðum niður­skurði og aðhaldsaðgerðum stjórn­valda. Í dag hófst tvegga sól­ar­hringa alls­herj­ar­verk­fall í Grikklandi.

Mót­mæl­in hafa að mestu farið friðsam­lega fram en á nokkr­um stöðum hef­ur lög­regla þurft að beita tára­gasi í bar­áttu við mót­mæl­end­ur, sem hafa kastað grjóti og flösk­um í lög­reglu­menn. Breska rík­is­út­varpið seg­ir að litl­ir eld­ar hafi verið kveikt­ir hér og þar.

Um 5.000 lög­reglu­menn eru í borg­inni.

Geor­ge Pap­andreou, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, hef­ur sagt að eina leiðin fram á við fyr­ir Grikki sé að samþykkja áætl­un­ina. Gríska þingið mun greiða at­kvæði um hana á morg­un.

Verk­fallið hef­ur lamað sam­göng­ur í land­inu og alla al­mannaþjón­ustu. Bönk­um hef­ur verið lokað og lág­marks­mönn­un er á sjúkra­hús­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert