Enn óeirðir í Grikklandi

Til átaka hefur komið milli mótmælenda og lögreglu í Grikklandi nú snemma í morgun. Beitti lögregla meðal annars táragasi á fólk sem mótmælir niðurskurðaráformum stjórnvalda. Greidd verða atkvæði í gríska þinginu í dag um tillögur stjórnvalda.

Dreifði lögregla um 400 manna hópi vinstrisinnaðra mótmælenda fyrir framan Hilton-hótelið í miðborg Aþenu þar sem þeir voru á leið að Syntagma-torgi þar sem þinghúsið er.

Í gær hófst tveggja sólahringa verkfall sem hefur haft það í för með sér að almenningssamgöngur hafa stöðvast og rafmagnsleysi hefur gert vart við sig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert