Finnar til í að aðstoða Grikki

Frá mótmælunum á götum Aþenu í Grikklandi.
Frá mótmælunum á götum Aþenu í Grikklandi. Reuters

Nýr for­sæt­is­ráðherra Finn­lands, Jyrki Katain­en, lýsti því yfir í dag að Finn­ar væru til í að aðstoða Grikki og koma í veg fyr­ir greiðslu­fall gríska rík­is­ins.

Sagði hann á finnska þing­inu að aðstoð við Grikki yrði að koma frá öll­um ríkj­um ESB og frá Finn­landi þar á meðal.

„Ef þetta kall­ar á viðræður við banka, þá verður svo að vera," sagði Katain­en.

Stutt er síðan Finn­ar tóku þátt í lán­tök­um AGS fyr­ir Portúgal upp á 78 millj­arða evra, eft­ir að málið hafði verið rætt mánuðum sam­an á finnska þing­inu. Þarlend­ir flokk­ar á hægri vængn­um lýstu sig and­snúna því að Finn­ar kæmu þjáðum evru­ríkj­um til aðstoðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert