Hermenn til liðs við mótmælendur

Hundruð hermanna og öryggisliða tóku þátt í mótmælum á götum Sanaa, höfuðborgar Jemen, í dag. Krefjast þeir breytinga í landinu og forseti þeirra fari frá völdum eftir þriggja áratuga einræði.

Í frétt Reuters er haft eftir einum hershöfðingja að þeir hefðu tekið þátt í mótmælunum fyrr, hefðu þeir ekki þurft að kljást við öryggissveitir forsetans. Vonast er eftir einhverjum breytingum í landinu á næstu dögum, en mótmælin hafa staðið yfir mánuðum saman.

Sanaa er rústir einar eftir mótmælin og starfsmenn Sameinuðu þjóðanna meta nú ástandið í landinu, auk þess að ræða við mótmælendur og andstæðinga forsetans.

Forseti landsins er enn í Saudi-Arabíu að jafna sig eftir árás sem hann varð fyrir í forsetahöllinni á dögunum. Reiknað er með sjónvarpsávarpi frá honum fljótlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert