Komist verði hjá greiðslufalli

Barack Obama lýsti því yfir á fréttamannafundi í Washington í dag að allt yrði gert til að koma í veg fyrir greiðslufall ríkissjóðs. Nauðsynlegt væri að ná samkomulagi um ríkisfjármálin og hækka leyfilegt skuldaþak.

Sagði Obama ef bandaríska ríkið færi í greiðsluþrot, í fyrsta sinn í sögunni, hefði það gríðarlegar afleiðingar fyrir bandarískt efnahagslíf. Vonast hann til að samkomulag náist á þinginu um að hækka skuldaþakið en fjármálaráðuneytið hefur sagt að ríkissjóður geti ekki staðið við sínar skuldbindingar í byrjun ágúst, verði ekkert að gert.

Obama sagði ennfremur að enginn vildi tefla lánstrausti Bandaríkjanna í hættu. Yrði skuldaþakið ekki hækkað hefði það skelfilegar afleiðingar í för með sér. Munu Obama og Biden varaforseti eiga viðræður næstu daga við helstu flokksleiðtoga á þinginu um fjármál ríkisins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert