Bandaríkin eru ekki sammála Rússum um að sú ákvörðun Frakka að vopna líbíska uppreisnarmenn í baráttunni gegn stjórnarher Líbíu hafi brotið gegn samþykkt Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna númer 1970.
„Það er okkar túlkun að samþykktir 1970 og 1973, lesnar í samhengi, taki hvorki sérstaklega til þess að vopna líbísku andstöðuna né banni það,“ sagði Mark Toner, talsmaður varnamálaráðuneytisins í dag.
„Við verðum því að vera ósammála mati Rússa, með fullri virðingu,“ bætti hann við.
Samkvæmt samþykkt 1970 frá því í febrúar á þessu ári er ríkjum Sameinuðu þjóðanna bannað að láta vopn af hendi til Líbíu. Samþykkt 1973 er frá því í mars og segir að ríkjunum sé leyfilegt að gera allt sem nauðsynlegt þyki til þess að vernda almenna borgara gegn herjum Múammar Gaddafi.
Rússar tóku ekki þátt í atkvæðagreiðslu um samþykkt 1973 og hafa gagnrýnt alþjóðlegar aðgerðir í Líbíu.