Borgarráð Sydney-borgar í Ástralíu samþykkti á dögunum að héðan í frá yrði talað um landnám Evrópubúa í landinu sem innrás vegna þeirra afleiðinga sem það hafði fyrir frumbyggja þess. Áður hafði verið talað um „komu Evrópubúa“ í opinberum skjölum. Gagnrýnendur tillögunnar segja hana öfgakennda pólitíska rétthugsun.
„Við erum að lýsa því sem gerðist 1788 og hræðilegum áhrifum þess á frumbyggjana sem innrás,“ segir Clover Moore, borgarstjóri.
Ríkisstjórn landsins er ekki sátt við frumkvæði Sidney-borgar og segir Victor Dominello, ráðherra málefna frumbyggja, leiða til sundrungar.
„Það er aðeins hægt að ná sáttum og framþróun með tungumáli sem sameinar okkar, ekki því sem sundrar okkur,“ segir hann.
Talsmenn frumbyggja hafa hins vegar lýst ánægju sinni með samþykktina og segja innrás vera rétta orðið yfir það sem gerðist.
Frétt áströlsku ABC-sjónvarpsstöðvarinnar.