Óróinn heldur áfram í Aþenu

Gríska þingið við atkvæðagreiðsluna í gær.
Gríska þingið við atkvæðagreiðsluna í gær. Reuters

Gríska þingið greiðir atkvæði öðru sinni í dag um niðurskurðartillögur ríkisstjórnar landsins til að tryggja fjárhagsaðstoð alþjóðlegra stofnana. Óeirðir héldu áfram í Aþenu í nótt á Syntagma-torgi. Beitti lögregla táragasi á ungmenni sem köstuðu steinum og kveiktu í pósthúsi í fjármálaráðuneytinu.

Atkvæðagreiðslan í dag snýst um að koma í framkvæmda skattahækkunum, launalækkunum, einkavæðingu og uppsögnum í opinbera geiranum sem samþykktar voru í atkvæðagreiðslu í gær.

Hafa viðbrögð almennings verið mjög ofsafengin og hefur komið til verkfalla og ofbeldisfullra mótmæla. Breska ríkisútvarpið BBC segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert