Viðræðum um aðild lokið

Utanríkisráðherra Króatíu, Gordan Jandrokovic
Utanríkisráðherra Króatíu, Gordan Jandrokovic Reuters

Viðræðum Evr­ópu­sam­bands­ins við Króa­tíu um aðild að sam­band­inu lauk form­lega í dag og verður Króatía vænt­an­lega 28 ríkið sem geng­ur inn í ESB. Stefnt er að inn­göngu Kór­a­tíu í Evr­ópu­sam­bandið þann 1. júlí 2013.

„Dag­ur­inn í dag er sögu­leg­ur dag­ur fyr­ir Króa­tíu," sagði ut­an­rík­is­ráðherra Króa­tíu, Gor­d­an Jandrokovic , en viðræðurn­ar hafa staðið yfir í sex ár.

Nú þurfa aðild­ar­rík­in 27 að samþykkja inn­göngu Króa­tíu og eins verður að fá samþykki heima fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert