Danir samþykkja landamæraeftirlit

Eyrarsundsbrúin sem tengir Danmörk og Svíþjóð.
Eyrarsundsbrúin sem tengir Danmörk og Svíþjóð. BENT MIDSTRUP

Fjárlaganefnd danska þingsins samþykkti í dag umdeild áform stjórnvalda um að koma á landamæraeftirliti við Svíþjóð og Þýskaland. Stjórnarandstaðan hafði tímabundið komið í veg fyrir að tillagan væri samþykkt með að knýja fram atkvæðagreiðslu en ákvörðunin er nú bindandi.

Var tillagan samþykkt með níu atkvæðum stjórnarliða gegn átta atkvæðum stjórnarandstöðu.

Þann 10. maí tilkynnti danska stjórnin að hún ætlaði að koma á landamæraeftirliti á nýjan leik þrátt fyrir harða andstöðu annarra Evrópuríkja. Segja þau áform Dana geta grafið undan Schengen-samstarfinu.

Danski utanríkisráðherrann Lene Espersen hefur varið hugmyndir stjórnvalda og segir nýja landamæraeftirlitið í fullu samræmi við Schengen og tilgangurinn væri að berjast gegn smygli á vöru og eiturlyfjum en ekki til að stjórna ferðum fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert