Fagnað í Hong Kong

Frá Hong Kong í dag.
Frá Hong Kong í dag. Reuters

Tugþúsundir streymdu út á götur Hong Kong í dag í tilefni af því að fjórtán ár eru liðin frá því að svæðinu var skilað til Kínverja af Bretum eftir að hafa verið bresk nýlenda samfleytt í 156 ár.

Þátttakendur, sem  að sögn voru um 100.000 talsins, fögnuðu lýðræði og mótmæltu stjórnvöldum í Peking. Margir nýttu einnig tækifærið og mótmæltu stjórnvöldum í Hong Kong, sem er að hluta til sjálfsstjórnarsvæði, og hefur sína eigin stjórnskipan.

Fasteignaverð í Hong Kong er með því hæsta sem finnst í veröldinni og mikið af fólki þar hefur ekki tök á því að fjárfesta í eigin fasteign. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert