Fagnað í Hong Kong

Frá Hong Kong í dag.
Frá Hong Kong í dag. Reuters

Tugþúsund­ir streymdu út á göt­ur Hong Kong í dag í til­efni af því að fjór­tán ár eru liðin frá því að svæðinu var skilað til Kín­verja af Bret­um eft­ir að hafa verið bresk ný­lenda sam­fleytt í 156 ár.

Þátt­tak­end­ur, sem  að sögn voru um 100.000 tals­ins, fögnuðu lýðræði og mót­mæltu stjórn­völd­um í Pek­ing. Marg­ir nýttu einnig tæki­færið og mót­mæltu stjórn­völd­um í Hong Kong, sem er að hluta til sjálfs­stjórn­ar­svæði, og hef­ur sína eig­in stjórn­skip­an.

Fast­eigna­verð í Hong Kong er með því hæsta sem finnst í ver­öld­inni og mikið af fólki þar hef­ur ekki tök á því að fjár­festa í eig­in fast­eign. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert