Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að þolinmæði gagnvart yfirvöldum í Sýrlandi sé á þrotum. Hún boðar harðari andstöðu verði ekki gerð gerðar breytingar þar í landi.
Sigvaxandi ofbeldi í Sýrlandi hefur kallað á hörð viðbrögð Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hún endurtók í dag kröfuna um að yfirvöld í Damaskus komi á lýðræðislegum umbótum.
„Það er alveg ljóst að sýrlensk stjórnvöld eru að renna út á tíma. Það er engin spurning. Þau verð annað hvort að leyfa stjórnmálalegar umbætur, sem leyfa friðsamleg mótmæli hvar sem er í landinu, og taka þátt í viðræðum við stjórnarandstöðuna og hið siðvædda samfélag, eða þau munu sjá sívaxandi skipulagða andstöðu,“ sagði Clinton utanríkisráðherra.
Aðgerðasinnar segja að að minnsta kosti 1.300 manns hafi verið drepnir frá því mótmælaalda reis gegn ríkisstjórninni í mars sl. Ríkisstjórn Bashar al-Assad hefur boðið stjórnarandstöðunni að koma til móts við hana í nokkrum málum.
Stjórnarandstæðingar hafa hafnað öllum tilboðum um annað en víðtækar lýðræðislegar umbætur. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, gagnrýndi þá eindregnu afstöðu.
Hann sagði að í eftirgjöf sýrlensku stjórnarinnar, sem m.a. fela í sér endurbætur á stjórnarskránni, „ekki vera léttvægar“ og hvatti hann stjórnarandstöðuna til að skoða þær gaumgæfilega.
Hundruð manna þustu út á götur í dag og lýstu yfir stuðningi við al-Assad. Fólkið var með 1.700 metra langan fána og hrópuðu slagorð um einingu þjóðarinnar.
Að sögn AFP-fréttastofunnar drápu sýrlenskar öryggissveitir að minnsta kosti ellefu manns í dag. Meira en hálf milljón manns krafðist afsagnar al-Assad forseta í mótmælaaðgerðum í dag.